Andgift
Keðjan er byrjuð að blogga aftur við mikinn fögnuð lesenda síðunnar. Þetta er svo sannarlega frásögum færandi þar sem seinasta blogg er frá keðjunni er frá 22 júní. Ástæður þess að keðjan skuli vera aftur byrjuð að blogga er sú að hann fékk innblástur frá henni Hrefnu ,,sem finnst leiðinlegt að taka bensín" Ásgeirsdóttur sem er byrjuð að blogga. Sem er ekki frásögum færandi nema vegna þess að keðjan finnur sig nú knúin til þess að ausa úr viskubrunni sínum á alnetið. Sem er ekki frásögum færandi nema vegna þess að Keðjan dreymdi draum sem var þannig að Framarar björguðu sér frá falli enn eitt árið. Sem er ekki frásögum færandi vegna þess að þetta er orðið allvanalegt hjá safamýrarpiltum ár hvert. Sem er í rauninni frásögum færandi vegna þess að þeir hafa gert þetta svo oft í röð.
Allavega Keðjan byrjuð að blogga aftur, sem er frásögum færandi.
|